Álfabústaður Álfhóll er um 3 m hár, jökulsorfinn klapparhóll og þekktasti bústaður álfa í Kópavogi.
Álfabústaður Álfhóll er um 3 m hár, jökulsorfinn klapparhóll og þekktasti bústaður álfa í Kópavogi. — Morgunblaðið/Eggert
Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðandi örgöngum um Kópavog þrjá þriðjudaga í röð, 15., 22. og 29. maí. Lagt verður af stað alla dagana kl. 19. Í dag verður gengið frá bílastæðinu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg að Álfhól og álfasögur rifjaðar upp.

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðandi örgöngum um Kópavog þrjá þriðjudaga í röð, 15., 22. og 29. maí.

Lagt verður af stað alla dagana kl. 19. Í dag verður gengið frá bílastæðinu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg að Álfhól og álfasögur rifjaðar upp. Síðan haldið að bæjarstæði gamla Digranesbæjarins og sagt frá búsetu manna þar. Gangan endar svo í álfabyggðinni í Einbúa.

Þriðjudaginn 22. maí verður gamli þingstaðurinn við Þinghól m.a. skoðaður og sagt frá Kópavogsfundinum árið 1662 og þriðjudaginn 29. maí verður gengið um svæðið þar sem hernámslið Breta og Bandaríkjamanna kom upp aðstöðu og setti niður herbúnað.