Samkomulag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir.
Samkomulag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir.
Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið vilyrði fyrir lóðum til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð.

Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið vilyrði fyrir lóðum til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð.

Skipulagssamkeppni var haldin um skipulag í Skerjafirði og er deiliskipulagstillaga unnin á grundvelli hennar. Svæðið sem um ræðir er landsvæði sem opnaðist sem byggingarland er litlu flugbrautinni var lokað. Er þar gert ráð fyrir byggð með um eitt þúsund íbúðum.

Bjarg fékk vilyrði fyrir lóð fyrir 100 íbúðir og Félagsstofnun stúdenta fyrir lóð fyrir 160 íbúðir.