Jafnrétti 82 konur tóku þátt í gjörningi þar sem jafnréttis var krafist í kvikmyndabransanum. Cate Blanchett leiðir Övu DuVernay og Agnes Varda.
Jafnrétti 82 konur tóku þátt í gjörningi þar sem jafnréttis var krafist í kvikmyndabransanum. Cate Blanchett leiðir Övu DuVernay og Agnes Varda. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ástralska kvikmyndaleikkonan Cate Blanchett, sem jafnframt er formaður dómnefndar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, tók ásamt ríflega áttatíu kvikmyndagerðarkonum þátt í gjörningi við Lumière Theater í Cannes um helgina til að vekja athygli á skertum hlut...

Ástralska kvikmyndaleikkonan Cate Blanchett, sem jafnframt er formaður dómnefndar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, tók ásamt ríflega áttatíu kvikmyndagerðarkonum þátt í gjörningi við Lumière Theater í Cannes um helgina til að vekja athygli á skertum hlut kvenna jafnt á hátíðinni sem og í kvikmyndabransanum. Í 71 ára sögu Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa aðeins verið frumsýndar 82 kvikmyndir sem leikstýrt var af konum samanborið við tæplega 1.700 myndir í leikstjórn karla.

Konurnar sem þátt tóku um helgina tilheyra hópi sem nefnist 5050X2020 sem hefur það að markmiði að hlutfall kynja í kvikmyndum á Cannes verði jafnt árið 2020. Blanchett og kvikmyndaleikstjórinn Agnes Varda lásu yfirlýsingu hópsins á bæði ensku og frönsku og lögðu áherslu á að kvikmyndir þyrftu að endurspegla hlutfall kynjanna í raunheimum. „Konur eru ekki í minnihluta í raunheimum þrátt fyrir að kvikmyndaiðnaðurinn segi okkur að svo sé,“ segir yfirlýsingunni þar sem jafnréttis er krafist, öruggra vinnuaðstæðna og jafnra launa.

Gjörningurinn var framinn fyrir frumsýningu á Girls of the Sun í leikstjórn Evu Husson, sem er ein þriggja kvikmynda í leikstjórn konu sem þátt taka í keppninni um Gullpálmann í ár, en alls keppir 21 mynd.