Le Marin Málverkið var verðmetið á um 70 milljónir dala áður en það skemmdist.
Le Marin Málverkið var verðmetið á um 70 milljónir dala áður en það skemmdist.
Málverk eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem átti að fara á uppboð í dag, varð „óvart“ fyrir skemmdum og var dregið til baka áður en uppboðið gat farið fram.

Málverk eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem átti að fara á uppboð í dag, varð „óvart“ fyrir skemmdum og var dregið til baka áður en uppboðið gat farið fram. Málverkið, sem metið er á um 70 milljónir bandaríkjadala, er frá árinu 1943 og nefnist „Le Marin“ eða sjómaðurinn. Myndin er sjálfsmynd af Picasso sjálfum og er hún í eigu Steve Wynn, fyrrverandi spilavítiseiganda.

Samkvæmt uppboðshúsinu Christie's varð málverkið fyrir skemmdum á föstudaginn þegar undirbúningur uppboðsins var á lokastigi. Það fer nú í viðgerð.