Rúmenska handknattleiksliðið Potaissa Turda steig stórt skref í átt að því að vinna Áskorendabikar Evrópu í handbolta í gær. Turda vann þá ellefu marka sigur á AEK Aþenu, 33:22, í fyrri úrslitaleik liðanna sem fram fór á heimavelli Turda.

Rúmenska handknattleiksliðið Potaissa Turda steig stórt skref í átt að því að vinna Áskorendabikar Evrópu í handbolta í gær. Turda vann þá ellefu marka sigur á AEK Aþenu, 33:22, í fyrri úrslitaleik liðanna sem fram fór á heimavelli Turda.

Turda sló ÍBV út í undanúrslitum keppninnar en gerði það með minnsta mun, eða samtals 56:55 með því að vinna seinni leik liðanna á heimavelli 28:24. AEK hafði hins vegar betur gegn Madeira frá Portúgal, samtals 52:44.

Turda var 14:11 yfir í hálfleik gegn AEK í gær en stakk svo rækilega af í seinni hálfleiknum og er því í afar vænlegri stöðu fyrir leikinn í Aþenu á sunnudag.

Turda komst einnig í úrslitaleiki keppninnar í fyrra, með því að slá út Val, en steinlá þá fyrir Sporting frá Portúgal með samtals 15 marka mun. sindris@mbl.is