Transfita mun endanlega hverfa úr matvælum almennings á næstu árum nái ný áætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fram að ganga.

Transfita mun endanlega hverfa úr matvælum almennings á næstu árum nái ný áætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fram að ganga.

Fram kemur í blaðinu New York Times að í áætluninni séu stjórnvöld um heim allan hvött til að útrýma notkun transfitu í matvælum fyrir árið 2023. Transfitu má meðal annars finna í djúpsteiktum mat og verksmiðjuframleiddu bakkelsi en transfita eykur geymsluþol matvæla til muna.

Neysla transfituríkrar fæðu hefur lengi verið talin stuðla að ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum en samkvæmt greininni má á hverju ári rekja um hálfa milljón dauðsfalla til neyslu á transfitu. teitur@mbl.is