Laugarás í Bláskógabyggð.
Laugarás í Bláskógabyggð.
Þeir sem standa að framboðinu Nýtt afl í Bláskógabyggð óska eftir því að Ingvar Örn Karlsson, sem skipar annað sæti listans til sveitarstjórnarkosninga, stígi til hliðar og taki ekki sæti fyrir hönd framboðsins í sveitarstjórn, ef til þess kemur.

Þeir sem standa að framboðinu Nýtt afl í Bláskógabyggð óska eftir því að Ingvar Örn Karlsson, sem skipar annað sæti listans til sveitarstjórnarkosninga, stígi til hliðar og taki ekki sæti fyrir hönd framboðsins í sveitarstjórn, ef til þess kemur.

Ingvar Örn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í Biskupstungum um helgina og lagði í kjölfarið á flótta undan lögreglu. Aðstandendur framboðsins ræddu málið í gærkvöld á fundi og sendu frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið þar sem kemur fram að Ingvar Erni er óskað fulls bata. „Mikil mildi er að ekki fór verr og er hugur okkar hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa mannlega harmleiks,“ segir í tilkynningunni. Ekki er hægt að breyta framboðslistanum í ljósi þess að of skammur tími er til kjördags samkvæmt ákvæðum laga.