[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Sóknarmaðurinn Jose Sito Seoane skrifaði í gær undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Spánverjinn, sem er oftast kallaður Sito, gæti leikið sinn fyrsta leik með Grindavík á móti Víkingi R. á föstudaginn.

*Sóknarmaðurinn Jose Sito Seoane skrifaði í gær undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Spánverjinn, sem er oftast kallaður Sito, gæti leikið sinn fyrsta leik með Grindavík á móti Víkingi R. á föstudaginn. Sito, sem er 29 ára, spilaði síðast með Ottawa Fury í Kanada, en þar á undan lék hann með Fylki í eina leiktíð og ÍBV í hálft sumar og þekkir hann því vel til fótboltans á Íslandi. Hann á 31 leik að baki í efstu deild hér á landi og átta mörk.

*Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir er gengin í raðir Selfoss á nýjan leik, en hún var lánuð til félagsins frá Val. Hrafnhildur er 22 ára vinstri bakvörður. Hrafnhildur lék á sínum tíma 68 leiki fyrir Selfoss og þekkir því afar vel til félagsins. Hún lék 12 leiki með Val á síðustu leiktíð og á fjóra A-landsleiki að baki; tvo vináttuleiki og tvo leiki á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum.

* Ástbjörn Þórðarson , 19 ára knattspyrnumaður KR, er kominn að láni til ÍA. Ástbjörn er bakvörður sem lék sex leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim eitt mark. Ástbjörn hefur leikið 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. ÍA hefur farið vel af stað í Inkasso-deildinni og unnið báða leiki sína til þessa.

* Snorri Hrafnkelsson er genginn í raðir uppeldisfélags síns, Breiðabliks. Snorri er 24 ára gamall, hávaxinn körfuknattleiksmaður sem síðast lék með Þór Þorlákshöfn en hefur einnig verið hjá KR, Keflavík og Njarðvík. Breiðablik vann sér sæti í efstu deild í vor.

*Senegalski markvörðurinn Serigne Mor Mbaye er kominn með leikheimild með Víkingi í Reykjavík og er löglegur með liðinu frá og með deginum í dag. Mbaye er 22 ára gamall og lék síðast með Kristiansund í Noregi en var áður í röðum Eupen í Belgíu. Daninn Andreas Larsen varði mark Víkings í fyrsta skipti gegn Stjörnunni í gær eftir komu frá Lyngby.

*Þjóðverjinn Thomas Tuchel var í gær ráðinn knattspyrnustjóri frönsku meistaranna í Paris Saint-Germain til tveggja ára. Tuchel var síðast stjóri Dortmund í heimalandinu þar sem hann vann meðal annars þýska bikarinn í fyrra en hann var rekinn frá félaginu vegna ósættis. Tuchel tekur við af Unai Emery sem var samningslaus.