Ólafur Valsson
Ólafur Valsson
Tveir af þeim „nýbúum“ í Árneshreppi sem sakaðir hafa verið um lögheimilisskráningu til málamynda, vegna deilna í sveitarfélaginu um virkjanamál, eru háskólanemar og halda heimili með föður sínum og stjúpföður, Ólafi Valssyni, kaupmanni í...

Tveir af þeim „nýbúum“ í Árneshreppi sem sakaðir hafa verið um lögheimilisskráningu til málamynda, vegna deilna í sveitarfélaginu um virkjanamál, eru háskólanemar og halda heimili með föður sínum og stjúpföður, Ólafi Valssyni, kaupmanni í Norðurfirði. Kemur þetta fram í tilkynningu frá honum.

Fram kemur að þær hafi fengið bréf frá Þjóðskrá um að borist hefðu upplýsingar sem bentu til þess að þær byggju ekki hjá Ólafi. Hann segir að þær hafi bent Þjóðskrá á að þær væru námsmenn og félli málið einfaldlega um sjálft sig með því. „Það er hinsvegar ólíðandi að oddviti Árneshrepps efni til fjölmiðlafárs með útsendingu minnisblaðs lögmanns sem borgaður hefur verið af HS Orku í gegnum dótturfélag á Ísafirði. Ég frábið mér þessar nornaveiðar og aðferðir til að verja hagsmuni auðmannanna en hirði ekki um að endursegja boð þeirra um eingreiðslur til hreppsins til að liðka fyrir leyfi til virkjunar Hvalár,“ skrifar Ólafur.