Áfanginn Nemendur fengu verklega leiðsögn og innsýn í ljósmyndasöguna.
Áfanginn Nemendur fengu verklega leiðsögn og innsýn í ljósmyndasöguna.
Nemendur í ljósmyndavali við Menntaskólann í Hamrahlíð á vorönn 2018 halda sýningu á afrakstri annarinnar í fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni. Ljósmyndasýningin verður opnuð kl. 15 í dag, þriðjudaginn 15. maí, og mun standa til 21. júní.

Nemendur í ljósmyndavali við Menntaskólann í Hamrahlíð á vorönn 2018 halda sýningu á afrakstri annarinnar í fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni. Ljósmyndasýningin verður opnuð kl. 15 í dag, þriðjudaginn 15. maí, og mun standa til 21. júní.

Nemendur sýna myndir að eigin vali og því gætir töluverðrar fjölbreytni í myndefninu. Sum verkin eru ljóðræn, önnur grafísk eða abstrakt. Portrettið er með sem og matarmyndir og arkitektúr. Umhverfismál og náttúra eru einnig á boðstólnum. Áhorfendur fá tækifæri til að skyggnast inn í ýmsar aðstæður, lönd og staði. Í ljósmyndaáfanganum var leitast við að nemendur kynntust helstu grunn- og tækniatriðum í ljósmyndun til að þeir gætu síðan nýtt þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Fjallað var um myndbyggingu, tæknina sem tengist ljósmyndavélinni, ljósop, hraða og ljósnæmi, eiginleika ljóss og ljósmælingu og reynt að virkja nemendur til skapandi vinnubragða. Farið var í heimsókn í Ljósmyndasafn Reykjavíkur og fjölmargar ljósmyndaferðir þar sem nemendur fengu kennslu í verklegri vinnu