Svalir Peaky Blinders, sem BBC framleiðir, fékk helstu verðlaunin.
Svalir Peaky Blinders, sem BBC framleiðir, fékk helstu verðlaunin.
Peaky Blinders hlaut verðlaun sem besta dramatíska þáttaröðin á BAFTA-verðlaunahátíðinn um helgina þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta efni í sjónvarpi og útvarpi á Bretlandseyjum.
Peaky Blinders hlaut verðlaun sem besta dramatíska þáttaröðin á BAFTA-verðlaunahátíðinn um helgina þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta efni í sjónvarpi og útvarpi á Bretlandseyjum. Athygli vakti að þáttaraðir streymisveitna á borð við Netflix voru hunsaðar að mestu.

Saga þernunnar , The Handmaid's Tail, var valin besta alþjóðlega þáttaröðin og Three Girls besta stutta þáttaröðin. Molly Windsor var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Three Girls og Sean Bean besti karlleikarinn fyrir frammistöðuna í Broken . Vanessa Kirby fékk verðlaun sem besta aukaleikkonan fyrir frammistöðuna í The Crown og besti karlkyns aukaleikarinn var valinn Brian F O'Byrne fyrir Little Boy Blue .

This Country var verðlaunað fyrir að vera besta gamanefnið í sjónvarpi og Daisy May Cooper var valin besta gamanleikkonan. Besti gamanleikarinn var hins vegar Toby Jones fyrir leikinn í The Detectorists .

Fótboltalýsandandinn John Motson hlaut sérstök heiðursverðlaun en hann hætti störfum sökum aldurs um helgina.