Finnbogastaðaskóli Deilur eru í fámenninu í Árneshreppi.
Finnbogastaðaskóli Deilur eru í fámenninu í Árneshreppi. — Morgunblaðið/Golli
Lagt er til í stjórnarfrumvarpi um lögheimili og aðsetur sem lagt var fram á Alþingi fyrir rúmum tveimur mánuðum en er óafgreitt að þinglýstur eigandi fasteignar beri ábyrgð á að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé...

Lagt er til í stjórnarfrumvarpi um lögheimili og aðsetur sem lagt var fram á Alþingi fyrir rúmum tveimur mánuðum en er óafgreitt að þinglýstur eigandi fasteignar beri ábyrgð á að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt. Jafnframt ber Þjóðskrá Íslands að tilkynna eigendum fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign hans.

Þessar nýju reglur flýta því að Þjóðskrá fái til meðferðar upplýsingar um ranga lögheimilisskráningu. Um 2.000 slík mál koma upp á ári hverju og eru sum þeirra þung í vinnslu, meðal annars vegna þess hversu erfitt er að ná í fólk til að leita eftir sjónarmiðum þess og andmælum. 4