Hafnartorg Dýrasta þakíbúðin er í húsinu lengst til hægri á myndinni.
Hafnartorg Dýrasta þakíbúðin er í húsinu lengst til hægri á myndinni. — Morgunblaðið/RAX
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að á Hafnartorgi verði nýr gæðaflokkur í íbúðum á Íslandi. Fermetraverðið verði hæst vel á aðra milljón króna.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að á Hafnartorgi verði nýr gæðaflokkur í íbúðum á Íslandi. Fermetraverðið verði hæst vel á aðra milljón króna. Samkvæmt því mun 440 fermetra þakíbúð sem snýr að Hörpu kosta 400-500 milljónir.

Alls 69 íbúðir verða á Hafnartorgi og þar af níu þakíbúðir. Þorvaldur segir arkitekta og innanhúshönnuði hafa unnið að hönnun þakíbúðanna. Niðurstaðan sé íbúðir í gæðaflokki sem standist samanburð við lúxusíbúðir í erlendum stórborgum. Það verði sérstaklega mikið lagt í stóru þakíbúðina á Geirsgötu. Þar verði fjórar íbúðir sameinaðar í eina.

Munu fyrst bíða kaupanda

„Íbúðin er þeirrar gerðar að við förum ekki alla leið nema kaupandi hafi fundist. Efnisval og efnisnýting er skörinni ofar en fólk á að venjast. Slíkt er ekki hægt að kaupa í búðum. Við sjáum þetta til dæmis í nýjum verkefnum í London, New York og á Miami. Þetta er tilraunaverkefni. Við höldum því opnu að geta fjölgað íbúðunum aftur,“ segir Þorvaldur.

Hann segir íbúðirnar hannaðar frá a-ö. Hægt sé að fá þær afhentar með húsgögnum.

Sýningaríbúð fyrir Hafnartorg verður tilbúin um mánaðamótin. Þorvaldur segir mikinn áhuga á íbúðunum. Söluverðmæti þeirra er 7-8 milljarðar. 10-11