[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hera Björk söngkona varð fyrir því óláni að rétt áður en hún steig á svið í Eurovision árið 2010 brotnaði í henni tönn.
Hera Björk söngkona varð fyrir því óláni að rétt áður en hún steig á svið í Eurovision árið 2010 brotnaði í henni tönn. Það vildi til að tannlæknir Heru var með í för en vegna strangra reglna í keppninni fékk hann ekki að komast baksviðs til að hjúkra Heru og líma tönnina niður. Hera þurfti því að tylla tönninni í sjálf og syngja framlag Íslands það árið með laflausa tönn. Hera hlær að atvikinu í dag en hún rifjaði upp þessa og fleiri óborganlegar sögur í viðtali við Ásgeir Pál á K100 um helgina. Horfðu og hlustaðu á viðtalið á k100.is.