Ný kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fær ágæta dóma.
Ný kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fær ágæta dóma. Gagnrýnandi The Guardian lofar mjög frammistöðu leikkonunnar Halldóru Geirharðsdóttur, sem leikur kórstjóra sem á í stríði gegn orkufyrirtækjum. Leikstjórn Benedikts er lofuð fyrir örugg tök á efniviðnum og útlitinu hrósað en rýninum, sem gefur myndinni þrjár stjörnur, þykir hún nokkuð sérviskuleg. Rýnir Variety er hrifinn, segir kvikmyndina nær fullkomið framhald fyrstu myndar Benedikts, Hross í oss; þetta sé mannleg kvikmynd sem hann spáir að verði ein þeirra mynda á Cannes sem hvað mest verði slegist um og verði hún sýnd víða. Dómur Hollywood Reporter er einnig lofsamlegur og Kona fer í stríð sögð hafa „meiri tilfinningadýpt og skýrari pólitíska undirtóna“ en fyrri mynd Benedikts.