Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að nemendur HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við Travelade.

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að nemendur HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við Travelade.

Fyrsta verkefnið er að nota gervigreind til þess að stinga upp á afþreyingu fyrir ferðamenn hér á landi. Útbúið verður meðmælakerfi byggt á hegðunarmynstri notenda Travelade.

Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem stofnaður var síðasta sumar af þeim Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðveri Þór Árnasyni. Félagið lauk 160 milljón króna fjármögnun í desember síðastliðnum, leidda af Crowberry Capital.