Metverð Þetta verk eftir Diego Rivera var selt fyrir tíu milljónir dala og er það dýrasta eftir suður-amerískan listamann.
Metverð Þetta verk eftir Diego Rivera var selt fyrir tíu milljónir dala og er það dýrasta eftir suður-amerískan listamann.
Eftir röð uppboða alla síðustu viku, þar sem Christie's uppboðshúsið seldi listaverk, húsbúnað og hönnunargripi sem höfðu verið í eigu Davids og Peggy Rockefeller, er ljóst að ekki náðist að selja safnið fyrir milljarð dollara, nær hundrað milljarða...

Eftir röð uppboða alla síðustu viku, þar sem Christie's uppboðshúsið seldi listaverk, húsbúnað og hönnunargripi sem höfðu verið í eigu Davids og Peggy Rockefeller, er ljóst að ekki náðist að selja safnið fyrir milljarð dollara, nær hundrað milljarða króna, eins og einhverjir sérfræðingar höfðu spáð. Selt var fyrir um 833 milljónir dala, um 85 milljarða króna. Engu að síður er um að ræða verðmætasta dánarbú sem selt hefur verið á uppboði.

Hæsta verðið fékkst fyrir málverk eftir Picasso, „Stúlka með blómakörfu“, 115 milljónir dala, og lánar óþekktur kaupandinn Orsay-safninu í París verkið. „Vatnaliljur í blóma“ eftir Claude Monet var selt fyrir 85 milljónir dala og „Odalisque Couchée aux Magnolias“ eftir Henri Matisse fyrir 80,8 milljónit dala og er það metverð fyrir verk eftir báða. Málverk eftir Diego Rivera var selt fyrir tæpar tíu milljónir dala og er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir suður-amerískan listamann. Málverk eftir eiginkonu Rivera, Fridu Kahlo, átti fyrra metið.