Ein áhrifamesta plata Britpop-senunnar.
Ein áhrifamesta plata Britpop-senunnar.
Á þessum degi árið 1994 fór breiðskífan „Parklife“ á toppinn í Bretlandi. Hún var þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Blur og kom út þann 25. apríl sama ár.
Á þessum degi árið 1994 fór breiðskífan „Parklife“ á toppinn í Bretlandi. Hún var þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Blur og kom út þann 25. apríl sama ár. Parklife var fyrsta breiðskífa sveitarinnar til að komast í toppsæti Breiðskífulistans þar í landi og sat á listanum í meira en tvö ár eða samtals í 90 vikur. Hún innihélt smelli á borð við „Girls & Boys“, „End of a Century“, „Parklife“ og „To the End“. Parklife er stærsta og áhrifamesta plata Britpop-senunnar ásamt breiðskífunni Definitely Maybe með Oasis.