Akranes Festar landfestar þegar siglingar hófust á síðast ári.
Akranes Festar landfestar þegar siglingar hófust á síðast ári. — Morgunblaðið/Eggert
Sæferðir munu ekki bjóða upp á ferðir á milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Ekki tókst að fá til verkefnisins hentuga ferju sem uppfyllir kröfur yfirvalda hér.

Sæferðir munu ekki bjóða upp á ferðir á milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Ekki tókst að fá til verkefnisins hentuga ferju sem uppfyllir kröfur yfirvalda hér.

Sæferðir tóku á leigu ferjuna Akranes og stóðu fyrir áætlanasiglingum á milli Akraness og Reykjavíkur í fyrrasumar og fram á vetur. Var þetta tilraunaverkefni sem unnið var að í samvinnu við Reykjavíkurborg og Akraneskaupstað. Gekk verkefnið vel en að því loknu var skipinu skilað aftur út til Noregs af því að það fékk ekki haffærnisskírteini til siglinga á þessari leið.

Áhugi var á því hjá sveitarfélögunum og Sæferðum að halda áfram í sumar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ekki hafi tekist að fá skip sem uppfyllir kröfur yfirvalda hér. Leitað var víða fanga, bæði í Noregi og Skotlandi. Gunnlaugur segir að þeir hafi átt kost á skipi frá Noregi en ekki fengið vilyrði um að það fengi leyfi til siglinga hér. Aðrar kröfur séu gerðar til skipa af þessari gerð hér en í Noregi.

Gunnlaugur segir að þó ljóst sé að ekki verði siglt í sumar sé vel hugsanlegt að þráðurinn verði tekinn upp síðar. helgi@mbl.is