Mengun Skip í Sundahöfn.
Mengun Skip í Sundahöfn.
Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áranna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára.

Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áranna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Ástæða þessa að því er fram kemur í skýrslu sem Faxaflóahafnir létu vinna er að umferð skemmtiferða- og gámaskipa, sem eru stærsti mengunarvaldurinn, jókst á tímabilinu. Skýrslan var unnin af sænsku umhverfisrannsóknarstofnuninni og þar kemur fram að Reykjavíkurhöfn hafi verið eina höfn Faxaflóahafna þar sem útblástur skipa jókst ekki á tímabilinu, segir í frétt á mbl.is.

Líkt og árið áður komu flest gáma- og skemmtiferðaskip í Sundahöfn, en þau skip sem þar leggja að bryggju bera ábyrgð á meira en helmingi þeirrar útblástursmengunar sem mælist frá skipum á svæðum Faxaflóahafna. Engu að síður segja skýrsluhöfundar að það hafi tekist að draga úr útblæstri í Sundahöfn með því að tengja skip við rafmagn er þau liggja við bryggju.