Paolo Guerrero
Paolo Guerrero
Paolo Guerrero, fyrirliði Perú, mun ekki leika með liðinu á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar vegna lyfjabanns. Guerrero var í banni þegar Perú mætti Íslandi í Bandaríkjunum í mars en því átti að ljúka fyrir HM.

Paolo Guerrero, fyrirliði Perú, mun ekki leika með liðinu á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar vegna lyfjabanns. Guerrero var í banni þegar Perú mætti Íslandi í Bandaríkjunum í mars en því átti að ljúka fyrir HM. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað hins vegar í gær að Guerrero skyldi sæta 14 mánaða banni, í stað 6 mánaða eins og FIFA hafði ákveðið.

Upphaflega bannið fékk Guerrero eftir að leifar af kókaíni fundust í blóði hans eftir leik við Argentínu í fyrrahaust, í undankeppni HM. Hann mun geta spilað fótbolta á ný í janúar á næsta ári. sindris@mbl.is