Garðabær Gleði í Ásgarðslaug sem nýlega var opnuð eftir þónokkrar endurbætur.
Garðabær Gleði í Ásgarðslaug sem nýlega var opnuð eftir þónokkrar endurbætur. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Þetta er bara svo uppsprengt verð á þessu hjá þessum verktökum sem eru að byggja þetta að það er náttúrlega bara ekki í lagi,“ segir Guðrún Sverrisdóttir, hárgreiðslukona á Garðatorgi.

„Þetta er bara svo uppsprengt verð á þessu hjá þessum verktökum sem eru að byggja þetta að það er náttúrlega bara ekki í lagi,“ segir Guðrún Sverrisdóttir, hárgreiðslukona á Garðatorgi.

Íbúar sem Morgunblaðið ræddi við í Garðabæ segjast almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og sérstaklega var talað jákvætt um skólamálin en þó kom upp að bærinn mætti beita sér fyrir uppbyggingu ódýrari búsetukosta og þá sérstaklega fyrir ungt fólk.

Fjórir flokkar bítast um atkvæði Garðbæinga þessar síðustu vikur fram að kosningum og í Morgunblaðinu í dag er rætt við íbúa í sveitarfélaginu um það sem á þeim brennur. 14-15