Síðari umferð kosningar vígslubiskups í Skálholti lauk í gær. Búist er við að niðurstaða liggi fyrir um næstu helgi, þá verði atkvæði talin.

Síðari umferð kosningar vígslubiskups í Skálholti lauk í gær. Búist er við að niðurstaða liggi fyrir um næstu helgi, þá verði atkvæði talin.

Tveir prestar voru í kjöri, Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, og Eiríkur Jóhannsson, prestur við Háteigskirkju.

Kosningin var póstkosning. Nóg var að póstleggja atkvæði síðdegis í gær. Þess vegna verður ekki talið fyrr en hæfilegur frestur er liðinn og nokkuð öruggt að öll atkvæði hafi skilað sér til Biskupsstofu.

Tveir vígslubiskupar eru í Þjóðkirkjunni og hafa þeir aðsetur á hinum fornu biskupsstólum, í Skálholti og á Hólum. Þeir hafa tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sínum og eiga að vera biskupi til aðstoðar um kirkjuleg málefni og annast þau biskupsverk sem biskup Íslands felur þeim.

helgi@mbl.is