Sagt var af manni sem „átti uppsigað við“ stjórnvöld. Það væri ekki í frásögur færandi hér – ef lýsingarorðið uppsigað tíðkaðist með sögninni að eiga .
Sagt var af manni sem „átti uppsigað við“ stjórnvöld. Það væri ekki í frásögur færandi hér – ef lýsingarorðið uppsigað tíðkaðist með sögninni að eiga . En það er eingöngu notað með sögninni að vera : að vera uppsigað við e-n sem þýðir að vera gramur við e-n , vera illa við e-n, hafa mikla andúð á e-m .