Tryggingar Hermann væntir þess að iðgjöld vaxi umfram tjónakostnað.
Tryggingar Hermann væntir þess að iðgjöld vaxi umfram tjónakostnað.
Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir króna á fyrstu þrem mánuðum ársins, en til samanburðar var hagnaðurinn 1.100 milljónir króna í sama ársfjórðungi í fyrra. Samsett hlutfall var 97,2%. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar.

Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir króna á fyrstu þrem mánuðum ársins, en til samanburðar var hagnaðurinn 1.100 milljónir króna í sama ársfjórðungi í fyrra. Samsett hlutfall var 97,2%. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar.

„Þegar litið er til samsetts hlutfalls er þetta besti fyrsti ársfjórðungur okkar frá árinu 2014. Sú niðurstaða staðfestir það sem greint hefur verið í undanförnum uppgjörum, að markviss bæting hefur verið í afkomu af vátryggingastarfsemi. Þess er vænst að sú þróun haldi áfram og að eigin iðgjöld vaxi umfram eigin tjón líkt og undanfarin misseri,“ er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra Sjóvár, í afkomutilkynningunni.

Iðgjöld Sjóvár námu 4.251 milljón króna samanborið við 3.849 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af vátryggingarekstri félagsins var 396 milljónir og hækkaði um rúmlega 192%, úr 136 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Heildarhagnaður dróst hins vegar saman um tæp 32% sem að mestu leyti skýrist af lakari afkomu af fjárfestingarstarfsemi. Hagnaður af henni minnkaði um tæplega 59% milli ára. Tjónahlutfall lækkaði úr 76,7% niður í 71,6%.

steingrimur@mbl.is