Kúba Mannskætt flugslys varð nærri kúbversku höfuðborginni, Havana.
Kúba Mannskætt flugslys varð nærri kúbversku höfuðborginni, Havana. — AFP
Rúmlega 100 manns eru látnir eftir að Boeing 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Havana, höfuðborg Kúbu. Samkvæmt BBC lifðu þrír farþegar brotlendinguna af en eru enn í lífshættu samkvæmt Granma, fréttablaði kúbverska kommúnistaflokksins.
Rúmlega 100 manns eru látnir eftir að Boeing 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Havana, höfuðborg Kúbu. Samkvæmt BBC lifðu þrír farþegar brotlendinguna af en eru enn í lífshættu samkvæmt Granma, fréttablaði kúbverska kommúnistaflokksins. Kúbverska ríkisflugfélagið hafði fengið vélina að láni hjá mexíkóska flugfélaginu Demojh. Förinni var heitið til borgarinnar Holguin á austanverðri Kúbu. Vélin brotlenti á þjóðveginum milli Boyeros og Havana.