„Við erum oft spurð um fjölskylduhagi leikmanna, uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, en látum allt slíkt afskiptalaust. Alls konar fyrirspurnum um menningu, mataræði, þjóðareinkenni og þess háttar vísum við gjarnan á Íslandsstofu,“ segir Ómar Smárason.
„Skrýtnasta spurning sem ég hef fengið í þessu starfi var í tengslum við Evrópumótið í Frakklandi. Þá spurði breskur fréttamaður að því hvort mörgæsir væru almennt á matardiskum Íslendinga. Ég spurði á móti hvort hann væri að grínast því mörgæsir væru ekki á norðurhveli jarðar. Það virtist koma flatt upp á manninn.“