Sarah Drew og Jessica Capshaw hætta í læknadramanu.
Sarah Drew og Jessica Capshaw hætta í læknadramanu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SJÓNVARP Nú þegar fjórtánda þáttaröðin af af Grey's Anatomy er senn á enda og greint hefur verið frá því að tvær leikkonur sem lengi hafa starfað við þættina verði ekki með í þeirri næstu hafa aðdáendur velt því upp hvort möguleiki sé á að Sandra Oh...
SJÓNVARP Nú þegar fjórtánda þáttaröðin af af Grey's Anatomy er senn á enda og greint hefur verið frá því að tvær leikkonur sem lengi hafa starfað við þættina verði ekki með í þeirri næstu hafa aðdáendur velt því upp hvort möguleiki sé á að Sandra Oh snúi aftur sem Cristina Yang.

Oh var spurð um þetta í viðtali við Variety fyrir skömmu en svaraði þá afdráttarlaust nei, enda á nýr þáttur hennar, Killing Eve, hug hennar allan um þessar mundir. Í viðtalinu segist hún reyndar bara segja nei til að fá þessa spurningu út af borðinu, hún væri leið á að tala um Grey's Anatomy, þátt sem hún hætti í fyrir fjórum árum, en hún lék lék hjartaskurðlækninn Christinu Yang árin 2005 - 2014. Nokkru fyrr var hún þó í viðtali við BBC og þar vildi hún ekki útiloka neitt um endurkomu sína í læknadramað. En líklega er ekki von á henni á Sloan-Memorial spítalann alveg í bráð, hvað sem síðar verður.