Þórunn Hannesdóttir (1982) vöru- og iðnhönnuður lærði í í Central St. Martins College of Art and Design í London og útskrifaðist þaðan 2008.
Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Færið sem stofnað var 2009 og hefur hannað vörur sem hafa hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal stálborðin Berg sem fengu silfurverðlaun London Design Awards.
Borðin hafa vakið mikla athygli og birst í þekktustu tímaritum heims. Húsgögn og gjafavöru frá Færinu má finna víða á íslenskum heimilum, margir kannast við glasabakkana í formi Íslands og textílvöru Þórunnar.