Fyrir 4-6 600 g tófú (skin tofu) 1 laukur, smátt skorinn 100 g vorlaukur, smátt skorinn 1 stórt hvítlauksrif, rifið 2 tsk grænmetiskraft 1 pakki hrísgrjónapappír 4 tsk túrmerik duft Sjóðið tófúið í vatni í 10 mínutur.

Fyrir 4-6

600 g tófú (skin tofu)

1 laukur, smátt skorinn

100 g vorlaukur, smátt skorinn

1 stórt hvítlauksrif, rifið

2 tsk grænmetiskraft

1 pakki hrísgrjónapappír

4 tsk túrmerik duft

Sjóðið tófúið í vatni í 10 mínutur. Hellið svo vatninu af og setjið kalt vatn á tófúið og kreistið svo vatnið í burtu. Setjið svo tófu, allan laukinn, tvær tsk grænmetiskraft (eða salt) og blandið vel saman. Takið næst hrísgrjónapappír og setjið út í kalt vatn og takið svo strax upp úr vatni. Leggið hrísgrjónapappír á borð og setjið 1,5 skeið af tófú ofan á og rúllið svo þannig að blandan haldist inni með því að pakka inn köntunum.

Hitið pönnu og setjið 2 msk olíu út á. Takið „pakkann“ og setjið út á pönnuna og steikið í þrjár mínútur og snúið svo. Þegar það er orðið gyllt er það tilbúið. Berið fram með hrísgrjónum eða hrísgrjónanúðlum. Gott með vegan fiskisósunni.