Góðir gestir mættu í boðið hjá Kristínu en flestir voru úr veganhópi sem er á Facebook.
Góðir gestir mættu í boðið hjá Kristínu en flestir voru úr veganhópi sem er á Facebook. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hin víetnamska Chang Pham Thi, sem notar íslenska nafnið Kristín, kynnir Íslendingum víetnamskan veganmat. Hún bauð heim í matarboð og bar fram girnilegar kræsingar frá heimalandinu, allt vegan að sjálfsögðu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

Kristín flutti til Íslands fyrir átta árum og er nú sest hér að, gift íslenskum manni. Hún hefur brennandi áhuga á matreiðslu og gerðist vegan fyrir nokkrum árum.

„Ég hef verið vegan bráðum í sex ár. Mér líður vel af þeim mat og svo er ég mikill dýravinur. Svo er það líka gott fyrir umhverfið að vera vegan,“ segir hún.

Kristín á góða víetnamska vinkonu sem er kokkur sem hefur kennt henni handtökin en einnig hefur hún lært mikið af kokkaþáttum í sjónvarpinu.

„Í þessu matarboði bauð ég fólki að koma heim til mín til að kynna þeim víetnamskan veganmat,“ segir Kristín.

„Ég þekkti bara eina í hópnum en hinir voru gestir sem ég hef spjallað við á netinu en þau tilheyra veganhópi á Facebook.“