Bein útsending frá konunglegu brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle hefst kl. 10.10 á laugardagsmorgun á RÚV.
Bein útsending frá konunglegu brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle hefst kl. 10.10 á laugardagsmorgun á RÚV.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Spenningurinn er í hámarki fyrir brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Íslendingar og Bretar og Bandaríkjamenn sem búa hérlendis ætla að fylgjast vel með.

Það er ekki aðeins í heimahúsum sem Íslendingar ætla að hittast og fylgjast með þegar Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í það heilaga. Í Tehúsinu á Egilsstöðum verður hægt að fylgjast með brúðkaupinu í Windsor-kastala á risaskjá en gestir eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klænaði og með hatta. Þá verður matseðillinn með bresku þema, morgunbrunch, að sjálfsögðu með te og royal búðingi en seinnipartinn verður skálað í sangríu fyrir brúðhjónunum.

Í Reykjavík er verið að skipuleggja samfagnað á Bryggjunni brugghúsi, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn staddir hérlendis eru hvattir til að mæta og fylgjast með brúðkaupinu á risaskjá og auðvitað Íslendingar líka. Til að fara á Bryggjuna þarf að kaupa miða, þeir eru í forsölu á Tix.is og fá gestir drykk við komu, allur hagnaður af miðasölu rennur til góðgerðarmála.