Tónlist Stelpunum í Spice Girls var aldrei boðið að troða upp með söng í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle. Þetta sagði Mel C í viðtali við ástralska útvarpsþáttinn Fitzy & Wippa í vikunni. Þetta kemur þvert á það sem nafna hennar, Mel B, sagði frá fyrr á árinu, að öllum Spice Girls stelpunum væri boðið, sem grúppu og gaf í skyn að þær myndu syngja.
Heimildir vefsíðunnar Contact music herma hins vegar að aðeins þremur kryddstúlkum sé boðið í brúðkaupið, Victoriu Beckham, Emmu Bungon og Geri Horner. Mel C sagði í viðtalinu í útvarpsþættinum að hún væri heldur fúl yfir þessu, að hljómsveitin hefði ekki verið fengin til að skemmta, hún þekkti Karl Bretaprins ágætlega og hann væri alltaf hinn ljúfasti við hana.