Læknir í Austur-Kongó.
Læknir í Austur-Kongó.
Heilbrigðisyfirvöld í Austur-Kongó juku í gær viðbúnað sinn vegna ebólufaraldurs í samstarfi við alþjóðastofnanir og grannríki. Hermt er að 45 manns hafi smitast af sjúkdómnum og 25 þeirra dáið.
Heilbrigðisyfirvöld í Austur-Kongó juku í gær viðbúnað sinn vegna ebólufaraldurs í samstarfi við alþjóðastofnanir og grannríki. Hermt er að 45 manns hafi smitast af sjúkdómnum og 25 þeirra dáið. Nefnd sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kom saman í gær til að ræða málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að skilgreina faraldurinn sem alþjóðlega lýðheilsuógn eins og staðan er núna.