Fyrir 4-6 1 pakki hrísgrjónapappír 150 g þurrkað hakkað vegan „nautakjöt“ (fæst í Nettó eða Vietnam Market) 1 stór laukur, hakkaður 1 blaðlaukur, ca 300 g, skorinn í þunnar sneiðar 3 gulrætur, skornar í litla bita 100 g maískorn (fryst) 100...

Fyrir 4-6

1 pakki hrísgrjónapappír

150 g þurrkað hakkað vegan „nautakjöt“ (fæst í Nettó eða Vietnam Market)

1 stór laukur, hakkaður

1 blaðlaukur, ca 300 g, skorinn í þunnar sneiðar

3 gulrætur, skornar í litla bita

100 g maískorn (fryst)

100 g hvítkál, skorið smátt

2 tsk salt

2 tsk pipar

550 ml sólblómaolía

Sjóðið þurrkaða vegan nautakjötið í um það bil 10 mínútur. Hellið þá vatninu af og skolið með köldu vatni og kreistið svo allt vatn úr því.

Hitið 50 ml olíu á pönnu og steikið vegan nautakjötið, laukinn og hvítlaukinn í fimm mínútur. Bætið út á pönnuna hvítkáli, maís, blaðlauk, gulrótum, salti og pipar og hrærið vel.

Takið hrísgrjónapappír og bleytið með því að strjúka blautri tusku yfir hvert blað. Á meðan, hitið vel 500 ml olíu á pönnu.

Setjið svo eina og hálfa matskeið af vegan kjötblöndunni á hvern pappír og rúllið og lokið hliðunum.

Djúpsteikið vorrúllurnar í olíunni þar til gullinbrúnar.

Gott að bera fram með sætri chillisósu, hrísgrjónum eða núðlum.