Annecy er heillandi borg á sumrin, með fallegum síkjum og svo er bæjarstæðið einstakt við samnefnt vatn, eitthvert það hreinasta í Evrópu. Fjöllinn í kring ramma vatnið inn og eru margar litlar strendur við vatnið.
Annecy er heillandi borg á sumrin, með fallegum síkjum og svo er bæjarstæðið einstakt við samnefnt vatn, eitthvert það hreinasta í Evrópu. Fjöllinn í kring ramma vatnið inn og eru margar litlar strendur við vatnið. Þarna er hægt að stunda fjölmargar vatnaíþróttir, þar á meðal að láta bát draga sig áfram á bretti. Líka er hægt að fara í ýmiss konar siglingar á stórum sem smáum bátum.
Á hverju ári er haldin hátíð í Annecy sem kallast, Fête du Lac (4. ágúst) en þá er meðal annars hægt að horfa á mikilfenglega flugeldasýningu yfir vatninu.