Svar: Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson (1853- 1927). Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar lengst. Nafni hans var Sauðkrækingurinn Stefán Íslandi, Stefán Guðmundsson (1907-1994), sem lengi starfaði í Danmörku og var þar meðal annars konunglegur hirðsöngvari.
Minnisvarði um vesturfarann og þjóðskáldið Stephan G. Stephansson er á Arnarstapa í Skagafirði, skammt frá bænum Víðimýrarseli þar sem hann ólst upp. Hvað hét Stephan fullu nafni og hver var alnafni hans, sömuleiðis úr Skagafirði, sem gat sér frægðarorð víða um lönd sem listamaður?