Gengið var frá því í vikunni með formlegri undirskrifta að Laugarnesskóli verður Réttindaskóli UNICEF á Íslandi. Það voru fulltrúar í réttindaráði Laugalækjarskóla sem tóku við viðurkenningunni. Að auki hlutu frístundaheimilið Dalheimar og félagsmiðstöðin Laugó viðurkenningu sem Réttindafrístund.
Í samhengi við daglegt líf
„Við erum bæði stolt af og þakklát fyrir samstarfið við þessar stofnanir við að innleiða hugmyndafræði Réttindaskóla UNICEF og þar með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna . Það hafa allir verið ákaflega áhugasamir við að leita leiða til þess að auka þekkingu sína á réttindum barna og setja þau í samhengi við starfsumhverfi sitt,“ segir í tilkynningu, haft eftir Nílsínu L. Einarsdóttur sem leitt hefur réttindaskólaverkefnið fyrir hönd UNICEF .Niðurstöður viðhorfskannana meðal barna og fullorðinna benda til jákvæðra áhrifa á þekkingu skólasamfélagsins á mannréttindum barna sem þekkja réttindi sín betur og vita að þau verða ekki tekin frá þeim. Þau geta sett réttindin í samhengi við daglegt líf og fá tækifæri til þess að láta skoðanir sínar í ljós og upplifa að mark sé tekið á þeim, segir í frétt frá UNICEF Á viðburðinum skrifuðu Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, einnig undir viljayfirlýsingu um frekara samstarf um innleiðingu hugmyndafræði Réttindaskóla UNICEF . Skóla- og frístundavið Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir ríkum áhuga á að innleiða hugmyndafræði réttindaskólans inn í skóla- og frístundastarf í borginni.
„Við fögnum þeim ríka áhuga sem borgin hefur sýnt á þessu verkefni og hlökkum mikið til að vinna með þeim að því að sem flest börn í Reykjavík fái tækifæri til að læra um Barnasáttmálann og upplifa skólaumhverfi þar sem réttindi barna eru markvisst innleidd samhliða hefbundnu skólanámi,“ segir Bergsteinn.