Dögg Guðmundsdóttir (1970), iðn- og vöruhönnuður, lærði iðnaðarhönnun í Istituto Europeo di Design í Mílanó og tók mastersgráðu í hönnun frá Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn.
Dögg Guðmundsdóttir (1970), iðn- og vöruhönnuður, lærði iðnaðarhönnun í Istituto Europeo di Design í Mílanó og tók mastersgráðu í hönnun frá Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Dögg býr og starfar í Kaupmannahöfn en verk hennar, sem eiga það gjarnan sameiginlegt að geta gegnt mörgum hlutverkum, eru undir sterkum áhrifum íslenskrar náttúru og handverks, með náttúrulegum efnum og formum. Dögg hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, má nefna að hægindastóll hennar Fifty hlaut Wallpaper-verðlaunin 2013. Dögg hefur rekið eigin hönnunarstúdíó, Dögg Design, frá 2002 en einnig unnið vörur sínar í samstarfi við alþjóðaframleiðendur svo sem Norr11, Ligne Roset og BSweden. Í vörulínu hennar, Roots, er m.a. að finna afar fjölbreyttar vörur, m.a. litríka og skemmtilega kertastjaka, borð, snaga og bakka.