Inga S. Ragnarsdóttir opnar myndlistarsýningu á morgun kl. 12.15 í Hallgrímskirkju, við lok hátíðarmessu, og ber hún titilinn Votiv – áheit. Sem myndhöggvari tekst Inga á við efnið og litinn og mótar í form.
Inga S. Ragnarsdóttir opnar myndlistarsýningu á morgun kl. 12.15 í Hallgrímskirkju, við lok hátíðarmessu, og ber hún titilinn Votiv – áheit. Sem myndhöggvari tekst Inga á við efnið og litinn og mótar í form. Þessi form verða til sýnis í forrými Hallgrímskirkju og stucco-skúlptúrarnir sem eru festir þar á veggi taka mið af fórnargjöfum fyrri alda.