Krakkar úr 3. og 4. bekk frá frístundaheimilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni hittust á Klambratúni í gær þar sem haldið var torfærukassabílarall frístundaheimila Tjarnarinnar.
Krakkar úr 3. og 4. bekk frá frístundaheimilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni hittust á Klambratúni í gær þar sem haldið var torfærukassabílarall frístundaheimila Tjarnarinnar. Í rallinu var keppt um fyrsta og annað sætið í kynjaskiptum liðum auk þess sem frístundaheimilin kepptu um það hver ætti besta stuðningsliðið og flottasta kassabílinn.