Marý Ólafsdóttir (1978)vöruhönnuður rekur fyrirtækið Marý en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2007 og býr og starfar í Svíþjóð.
Marý Ólafsdóttir (1978)vöruhönnuður rekur fyrirtækið Marý en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2007 og býr og starfar í Svíþjóð. Vörur hennar þekkja Íslendingar vel, svo sem hnífaparastandinn Kúluna og Dyggðateppið en vörur hennar eru seldar um allan heim.
Marý sækir gjarnan innblástur í gamlar íslenskar hefðir og gjarnan má nýta muni hennar á nokkra vegu, eins og kertastjakann Join sem má nota sem smáhirslu þegar hann er ekki í notkun undir kerti.