Í tilefni þess að 150 ár eru frá fæðingu séra Friðriks standa Karlakórinn Fóstbræður, Knattspyrnufélagið Valur, KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagið Haukar og skátarnir fyrir ýmsum athöfnum.
Fimmtudaginn 24. maí kl. 20.00 verður 25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu á íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda.
Föstudaginn 25. maí, á fæðingardegi séra Friðriks, verður lagður blómsveigur við styttuna af honum í Lækjargötu kl. 12.30. Sama dag kl. 17.00 verður formleg opnun Fjóssins á Hlíðarenda eftir endurbyggingu og kl. 17.30 hefst 5 km hlaup kennt við séra Friðrik í Laugardal; upphaf og endamark hjá KFUM og KFUK, Holtavegi 28.
Að kvöldi föstudagsins 25. maí kl. 20 hefst hátíðarsamkoma í Lindakirkju. Þar kom fram kórar ýmissa félagasamtaka sem séra Friðrik tengdist auk þess sem kvikmynd um hann verður frumsýnd.
Sunnudaginn 27. maí kl. 11.00 hefst helgistund við Kaldársel og kl. 14.00 sama dag verður vígsluhátíð í Vatnaskógi, þar sem Birkiskáli II verður vígður og verklokum fagnað.