Þetta hérað hefur uppá margt að bjóða, til dæmis fyrir fjölskyldur. Þar má til dæmis gista á Panorama Camping Sonnenberg sem er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli.
Þetta hérað hefur uppá margt að bjóða, til dæmis fyrir fjölskyldur. Þar má til dæmis gista á Panorama Camping Sonnenberg sem er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið er einstakt og þarna er líka að finna leikvöll, bíóherbergi og hægt er að fara í heita sturtu. Hvern einasta sunnudag er sýning þar sem eigendurnir klæðast hefðbundnum fjallafötum og kynna gestum hefðir Vorarlberg. Tjaldsvæðið liggur vel við ýmsum göngu- og hjólaferðum en líka er stutt í bæinn Bregenz við Bodensee.