Björn Thoroddsen
Björn Thoroddsen
Björn Thoroddsen samdi tónlistina í verkinu og Magnús Arnar Sigurðsson hannaði lýsinguna. Björn stendur í ströngu þessa dagana og er á leið til Bandaríkjanna.

Björn Thoroddsen samdi tónlistina í verkinu og Magnús Arnar Sigurðsson hannaði lýsinguna.

Björn stendur í ströngu þessa dagana og er á leið til Bandaríkjanna. Þar verður hann með gestafyrirlestur með tónlistarmanninum Robben Ford í Musical Institute í Los Angeles, skólanum sem hann lærði í á sínum tíma, og auk þess verða þeir með tónleika í Baked Potato, virtum klúbbi í borginni. Þaðan liggur leiðin til Las Vegas, þar sem hann kemur fram á tónleikum 16. júní. „Ég vona að þá geti ég tilkynnt að Ísland hafi rétt í þessu verið að ná hagstæðum úrslitum á móti Argentínu á HM í Moskvu,“ segir Björn, sem er jafnframt byrjaður að undirbúa Guitarama 2018 með Martin Taylor og Ulf Wakenius í Salnum í Kópavogi 28. september nk.