Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH vonast til þess að geta tekið þátt í fjórða úrslitaleiknum gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fer í Kaplakrika í dag.

Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH vonast til þess að geta tekið þátt í fjórða úrslitaleiknum gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fer í Kaplakrika í dag. Ásbjörn meiddist í kálfa í fyrsta leiknum og kom ekkert við sögu í öðrum og þriðja leik. „Það tekst vonandi að tjasla mér saman,“ sagði Ásbjörn við Morgunblaðið í gær.

ÍBV getur orðið Íslandsmeistari í dag en fjallað er nánar um einvígi liðanna á bls. 4.