Garður Byggðahverfin í Garði verða í Heiðarbyggð ef ný sveitarstjórn ákveður að taka upp það nafn sem flest atkvæði fékk í atkvæðagreiðslu.
Garður Byggðahverfin í Garði verða í Heiðarbyggð ef ný sveitarstjórn ákveður að taka upp það nafn sem flest atkvæði fékk í atkvæðagreiðslu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
45% þeirra íbúa Sandgerðis og Garðs sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sveitarfélagið skiluðu auðu. Voru flest atkvæðin í þeim dálki. Greidd voru atkvæði á milli tveggja nafna.

45% þeirra íbúa Sandgerðis og Garðs sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sveitarfélagið skiluðu auðu. Voru flest atkvæðin í þeim dálki. Greidd voru atkvæði á milli tveggja nafna. Heiðarbyggð fékk fleiri atkvæði en Suðurbyggð, 64% þeirra sem afstöðu tóku.

Atkvæði í seinni umferð nafnakosningarinnar voru talin í gær. 500 tóku þátt, heldur færri en í fyrri umferðinni þegar greidd voru atkvæði milli fimm nafna, en það samsvarar tæplega 20% þeirra íbúa sem rétt áttu á að taka þátt.

Niðurstaðan er leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn. Róbert Ragnarsson verkefnastjóri viðurkennir að fjöldi auðra bendi til þess að margir hafi ekki viljað þessi nöfn. Nöfnin tvö fengu mun færri atkvæði en í fyrri umferðinni sem þýðir að fjöldi fólks hefur fallið frá stuðningi við þau.

Nafnið Suðurnesjabyggð var talsvert í umræðunni en örnefnanefnd hafnaði þeirri tillögu. Róbert segir að vissulega geti ný sveitarstjórn ákveðið það nafn eða önnur en eigi þá á hættu að ráðherra vilji virða álit örnefnastofnunar og staðfesti ekki nafnið. Segir hann að ekki hafi fundist dæmi um að ráðherra hafi gengið gegn áliti stofnunarinnar.

helgi@mbl.is