Tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Hún hélt tvenna tónleika í listasafninu Cincinnati Art Museum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði á tónlistarhátíðinni Homecoming og er hátíðin haldin af meðlimum bandarísku rokksveitarinnar The National. Kristín Anna kom einnig fram með Aaron og Bryce Dessner úr The National á opnunarkvöldi hátíðarinnar þar sem einnig komu fram Lisa Hannigan, Spank Rock Official og Mouse on Mars.
Ýmir Grönvold hannar sviðsmynd fyrir tónleikana í kvöld en hann gerði einnig sviðsmynd fyrir tónleikasviðið í listasafninu í Cincinnati. Á tónleikunum leika einnig Daníel Friðrik Böðvarsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Ingi Garðar Erlendsson. Húsið verður opnað kl. 20.30 og miðaverð er kr. 2.500.