— AFP
Cristiano Ronaldo er fyrirliði Evrópumeistara Portúgals og er í hópi þeirra sem taldir eru bestu knattspyrnumenn allra tíma. Ronaldo fæddist á portúgölsku eyjunni Madeira 5. febrúar 1985 og er því 33 ára gamall.

Cristiano Ronaldo er fyrirliði Evrópumeistara Portúgals og er í hópi þeirra sem taldir eru bestu knattspyrnumenn allra tíma.

Ronaldo fæddist á portúgölsku eyjunni Madeira 5. febrúar 1985 og er því 33 ára gamall. Hann lék eitt tímabil með aðalliði Sporting Lissabon, spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 og var þá seldur til Real Madrid 80 milljónir punda, sem var þá heimsmet.

Ronaldo hefur fimm sinnum fengið gullboltann sem besti knattspyrnumaður heims, unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid þrisvar á síðustu fjórum árum, auk fjölda annarra titla og einstaklingsviðurkenninga.

Ronaldo er bæði leikjahæsti og markahæsti landsliðsmaður Portúgals með 149 landsleiki og 81 mark. Hann hefur gert fimm þrennur fyrir landsliðið og skorað í fjórum lokakeppnum EM, þar sem hann varð síðast Evrópumeistari í Frakklandi 2016. Verðlaun á HM er eitt af því fáa sem Ronaldo á eftir að krækja í.