Sambandsstjórn Samiðnar - samtaka iðnfélaga - sem fundaði í gær skorar á ríkisstjórnina að leggja nú þegar fram áætlun um hvernig hún ætlar að standa við gefin fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms.
Sambandsstjórn Samiðnar - samtaka iðnfélaga - sem fundaði í gær skorar á ríkisstjórnina að leggja nú þegar fram áætlun um hvernig hún ætlar að standa við gefin fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms. Lýst er miklum áhyggjum af því hvernig stjórnvöld hafa vanrækt þann hluta menntakerfisins sem snýr að verknámi. Verknámsskólar hafi verið fjársveltir og það hafi skert möguleika þeirra til að byggja af fullu afli upp verknám sem höfðar til ungs fólks.